Velkomin ķ Fischersetur

Setrið hýsir muni er tengjast 11.heimsmeistaranum í skák, Bobby Fischer auk þess er það félagsheimili Skákfélags Selfoss og nágrennis.

Bandaríkjamaðurinn Bobby Fischer varð heimsmeistari í skák í Reykjavík sumarið 1972 þegar hann lagði að velli ríkjandi heimsmeistara Boris Spassky frá Sovétríkjunum. Einvígi þeirra er alla jafna kallað einvígi aldarinnar. Það fór fram þegar kalda stríðið stóð sem hæst og í einvíginu endurspeglaðist vel sú spenna sem ríkjandi var stórveldanna Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á milli. Frá árinu 1948 höfðu skákmeistarar frá Sovétríkjunum einokað heimsmeistaratitilinn, í fjórðung aldar.

Meðal muna sem sjá má á Fischersetrinu eru skorblöð einvígisins, útprentun vegna rafmælinga sem gerðar voru samkvæmt beiðni fylgdarliðs Spasskys á stól hans eftir 17.skákina og endurgerð á einvígisborðinu sem notað var í einvíginu sem fram fór i Laugardalshöll í Reykjavík. Aukþess má sjá ýmsa aðra forvitnilega muni sem tengjast dvöl Fischer síðustu æviár hans á Íslandi (2005-2008), eins og stól þann sem hann hvíldi löngum lúin bein þar sem hann var fastagestur í fornbókabúðinni Bókinni í Reykjavík. Bobby Fischer lést hinn 17.janúar 2008, 64 ára að aldri. Og í nokkur hundruð metra frá Fischersetrinu eða í kirjugarði Laugardæla er gröf Bobby Fischers.

Styrktarašilar

  • Hótel Selfoss
  • Gesthśs
  • kfc.is

Stašsetning